Vitið þið hvað það kostar að hýsa .is domain á mánuði hér á Íslandi? Er einhver gæða munur í þeirri hýsingu? Er ekki dýrt að borga 4400 kr (með vsk) á mánuði fyrir hýsingu og DNS?
Ég var búinn að sjá verðskránna hjá Internet á Íslandi. Þegar ég er búinn að kaupa eitt lén þar þarf ég að hýsa það hjá einhverjum internetþjónustuaðila - spurning mín var frekar hvað væri eðlilegt verð fyrir fyrir þá þjónustu.
vá, ég hýsi minn vef hjá powweb.com og þar kostar það (allt innifalið: cgi, php.. reyndar ekki asp..) um 8 dollara á mánuði sem eru um 800 kr. þeir eru mjög áreiðanlegir og supportið er mjög gott hjá þeim mæli frekar við að þið sparið aurana og hýsið þar (og setjið reykjalin.com í reference) ;)
Það er náttúrulega fyrir utan landssteinana, hjá þessum mass hosts þá er spurning hvernig það verður ef þú þarft að breyta einhverju eða þarft að fá einhvað uppsett, en þetta er allt spurning um hvað þú þarft á þeim tíma, ég persónulega myndi ekki treysta á það að hosta síðu fyrir einhvað fyrirtæki á einhverjum svona stað, en það er náttúrulega bara það sem ég myndi ekki gera.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..