Sælir, heyriði, ég var í FB á þessari önn og tók þar áfanga sem heitir VML103 sem er grunnur í vefsíðugerð með HTML og CSS.
Ég var ekki að fýla mig í FB og fer yfir í Borgó á næstu önn en væri til í að halda áfram námi í vefsíðugerð.
Ég er skeeeeelfilegur í útlitsmótun, en tel mig ágætlega vel hugsandi í tölvunotkun og væri því til í áframhaldandi nám í vefsíðugerð þar sem það er það eina sem ég væri virkilega til í að halda áfram úr FB í Borgó þar sem vefsíðugerð er að heilla mig virkilega.
Vitiði um eitthvað námskeið eða e-ð í þessu sem ég get tekið kannski samhliða skóla eða e-ð slíkt?
Bætt við 9. desember 2008 - 21:17
“Ég er skeeeeelfilegur í útlitsmótun, en tel mig ágætlega vel hugsandi í tölvunotkun og vill því læra meir varðandi bara forritun almennt, JavaScript, PHP eða hvað það nú er.” fixed :P