Verðbólga í vefhýsingu?
Ég var að tala við Ísgátt(Síminn) til að láta þá stofna mySql grunn hjá sér, þegar ég gerði þetta fyrir c.a. 4 mánuðum var stofngjaldið 6000 kall og mér var sagt að mánaðargjald væri ekki neitt. Nú þegar ég spyr um þetta er stofngjaldið komið í 12.000 kall og 4000 kall mánaðargjald. Er þetta eðlilegt? Það er í lagi að hafa svona gjald á SQL server, því þar þarf að borga fyrir hvern notanda sérstaklega, en fyrir mysql er þetta dálítið hátt að borga 12000 kall fyrir að láta stofna grunn og 2 notendur, og ég þarf að gera allar töflurnar.