Sæll, ég hef notað Joomla til að setja upp vefsíður hjá mínum viðskiptavinum og hefur það reynst mjög vel. Sé ekki að það sé verri lausn heldur en þau verkefni sem ég hef forritað í RoR eða .net. Hentar oft betur og kostar mun minni vinnu að klára. Sem skilar sér í ódýrar verði fyrir viðskiptavininn. Að nota Joomla gerir þeim líka kleyft að uppfæra efnið á síðunni sjálfir, þótt þeir hafi enga tækinlega kunnáttu. Geta ekki sagt það sama um flestar framework forritaðar síður.
Svo það er win / win situation að mínu mati.
Joomla = word fyrir vefsíður?? úff þarna er ég ósammála þér, word fyrir vefsíður er eth að þessum “sitebuilders” eins og
http://websitetonight.net t.d. til fullt af þeim.
Síðan geturu farið út í frontpage ef þú villt. Joomla er allt annar handleggur.
Tapaðir mér smá í þessu prjóna prjóna/uppskriftir :) býst við þú hafir verið að tala um muninn á að nota CMS sem er til og að búa til þitt eigi CMS, auðvitað er gífurlegur munur á því. Sá einhverstaðar tölur yfir hvað þrónunkostnaður var fyrir Joomla og Drupal, það voru stjarnfærðilegar tölur. Held við séum mjög heppinn að getað notað Joomla , Drupal án þess að þurfa að borga leyfisgjöld.
Held að flestir sem eru að commenta á þennan þráð séu með sæmilega tæknilega kunnáttu. CMS eins og Joomla t.d gerir hinsvegar fólki með litla eða enga tækinlega kunnáttu færi á að setja upp flottar heimasíður. Það er einn helsti kosturinn við CMS að mínu mati.
Tekuru ofan fyrir þeim sem gera template-inn, gæti ekki verið meira sammála þér. þarf að eyða þónokkri vinnu í RoR síðuna þína til að fá sama look.
Held þú ættir líka að taka ofan fyrir extension kóðurunum, Joomla hefur mjög mikið af top class extensions sem bæta þvílíku við síðuna.
Farinn að fara í taugarnar á mér? nei vinurinn, ég hef nú bara gaman að því að ræða þetta.
Það sem mér fynnt eiginlega mest undarlegt er þessi umræða um hvað er vefsíðugerð. Hvort sem þú notar tilbúið CMS til að setja upp síðuna þínar eða kóðar hana static í HTML er það bæði vefsíðugerð að mínu mati, Þú ert að gera vefsíðu. Hvaða tól þú notar til þess er aukaatriði.
PS. Kjánaleg mistök að þýða ekki vefsíðuna mína? pældi í hvort ég ætti að setja inn íslenska languge pakkan (gott framtak btw), downloadaði honum meira segja og setti hann inn en hætti síðan við það. Fannst það bara ekki gera neitt fyrir síðuna. Enn það er bara mín skoðun.