Svona til að koma með flókna spurningu…
Ég er að skrifa kerfi í php, svona vefumsýslu kerfi.
Það er þriggja laga kerfi ofan á mysql grunni.
Málið er að ég er að reyna að skrifa í session frá einum klasanum án þess þó að sú breyta verði global. Mér tekst þetta ekki, er þó búinn að reyna að senda session arrayið niður sem tilvísunar færibreytu. Er þetta hægt?
Tilgangurinn með þessu er að geta viðhaldið state á klösunum sem liggja undir útlitinu. Smá diagram fylgir
———
Index.php
———
|
|
——— ————-
CView |—-|Gagnaklasar|
——— ————-
|
|
———
CDoc
———
|
|
———
MySql
———