Mitt ráð til þín:
Hættu að nota frontpage. Best er að skrifa sem mest af kóðanum sjálfur, þá lendirðu ekki í svona rugli. Þú ættir að skoða það að nota homesite, þar ertu með hjálparfítusa til að skrifa kóðann, en samt stjórnarðu kóðanum sjálfur. Ég tel það besta kostinn í stöðunni. En ef þú treystir þér ekki til að kóða síðurnar þínar, án hjálpar, þá ráðlegg ég þér að nota frekar dreamweaver. Þú getur þá búið til flotta síðu án þess að búa til mjög mikinn bullkóða eins og með frontpage (sem að mínu mati er drasl). Náðu þér í trial af homesite og athugaðu hvort þú getur ekki skrifað töflurnar þínar sjálfur. Ef þú kannt ekkert html, þá mæli ég með því að þú farir á þessa síðu: www.htmlgoodies.com og lærir html. Þú munt ekki sjá eftir því!
Kveðja
holmfrg.