Þú hættir ekki, ha? ;)
Það eru reyndar takmörk fyrir því sett hversu miklum orðum maður nennir að eyða í þessa umræðu.
Jæja, let's do this.
“iss … windows gutti, hvað? … má ég sjá eitthvað sem þú hefur gert.”
Nei.
Eða jújú, fuck it. Ég gerði korkana á Huga, þó að það megi reyndar alveg fara betur í að optimiza það HTML. Af reynslu minni við að vinna við Huga get ég hinsvegar hiklaust fullyrt að eitthvað WYSIWIG forrit hefði ekki gert það betur. Eins og þú sérð virkar það fullkomlega í IE, en að fá allt gumsið til að virka jafnvel í Netscape, Mozilla og því hefur verið svoddan bras, og mun halda áfram að vera í einhvern tíma. Vanþekking á HTMLi sem WYSIWIG tól stuðla að bætir a.m.k. ekkert. Svo hef ég gert
http://www.binary.is (sem er einfaldara en andskotinn, en sá kóði virkar á nákvæmlega alla vafra sem ég hef prófað, og þeir eru margir), og vefsíðan mín mun spretta upp á
http://www.binary.is/~armon. Síðan hef ég verið að gera veftólið MiJob mér til skemmtunar, og er það að finna á
http://www.binary.is/mijob.Þetta er allt gert eingöngu með textaritli. Þú sérð mjög litla grafík á þessum síðum, enda er það ekki umræðan, heldur kóðinn.
“Þetta er sennilega bara allt spurning um stíl.”
Ætli ég geti svosem ekki verið sammála þér þar. A.m.k. að hluta til. Ég vildi aðallega rakka niður það sem þú sagðir um að WYSIWIG was the way to go.
“Og afhverju ekki að nota tæknina fyrst hún er til staðar.”
Af þeirri einföldu ástæðu að hún er ekki til staðar hvað varðar stór og flókin verkefni, né þá til að búa til pro kóða, nema einmitt kannski DreamWeaver (sem kemur mörgum á óvart). Ef maður notar ekki WYSIWIG tól, verður maður jafn fljótur og þau tól að gera pro HTML kóða.
“Hvaða mórall er þetta útí FrontPage hjá öllum hérna, það þurfa alltaf allir að æla úr sér görnunum þegar minnst er á Microsoft á þessu skeri.”
Já, af ástæðu, kannski? Það eru ýmsar vörur frá Microsoft sem ég vil ekki kúka á. Win95/98 ætla ég til dæmis ekki að ræða og hef varla snert síðan snemma '98 (móðgun við mannkynið), en Win NT hef ég til dæmis lítið út á að setja, og Win2K gegnir nánast sömu sögu. Ágætis forrit. Office notlega stendur fyrir sínu, sem og IE. En FrontPage, FÉLAGI, er drasl. Hvort sem það er frá Microsoft eða Vatíkaninu.
“Svo á að banna aðra vefskoðara en IE!!! 8) Ekki sleppa þér, en það er ekkert grín.”
Ég á mjög bágt með að sleppa mér ekki. Það er í lagi að vera Windows-maður, en þessi orð eru einfalt hugsunarleysi.
Það sem er að gerast í dag er að fleiri vafrar eru að stíga á sjónarsviðið, ásamt fleiri stýrikerfum. IE er lokaður vafri, sem þýðir að þeir einu sem geta portað hann yfir á önnur stýrikerfi, er Microsoft. Á BeOS, Linux og meirihluta UNIX kerfanna er til dæmis ekki til IE, og þó að þú sért bara þessi Windows-gutti sem er svosem allt í fína, verðurðu að gera þér grein fyrir því að fólk notar BeOS, Linux og hin fyrrnefndu UNIX kerfi af ástæðum. Það er ekki bara vegna þess að það fólk hefur ekki “kynnst undraheimum Windowsins”, fattaru?
Mozilla til dæmis kemur til með að koma sterkur inn, en eins og kunnugir vita er hann ennþá í þróun og er núna fyrst rétt að príla yfir í það að geta kallast notanlegur vafri.
Konqueror fyrir KDE (sem er open-source, eins og Mozilla, og því portanlegur yfir á virtually hvað sem er) kemur á óvart og mun ábyggilega gera góða hluti fyrir UNIX-heiminn. Hann þarf að vera hægt að styðja.
Svo eru frændurnir Lynx og Links sem ég sé reyndar ekki ástæðu til að ræða í þessu samhengi.
Á hið annars ágæta BeOS eru notaðir vafrarnir NetPositive, Opera og það er verið að reyna að porta Mozilla yfir (þó að það sé víst svoddan bras), og verður að vera hægt að styðja þá. Opera er til fyrir Windows, Linux, Mac og BeOS, og ábyggilega eitthvað meira. Hann þarf að styðja.
Ef við hefðum einungis IE, hvað gerðist þá? Allir myndu gera þennan viðbjóðslega IE-specific HTML kóða sem fyrirgefur hvaða slefandi hálfvita sem kóðar, hvað sem er, og slík vinnubrögð einfaldlega mega ekki viðgangast. Að skrifa gott og gilt HTML á að vera sjálfsagður hlutur, og þegar menn gera það, er ekki þörf á því að banna neitt nema IE.
Ég held ég segi þetta gott í bili.
Friður.