Þetta útskýrir betur hvurn árann þú hefur verið að meina, því að fyrsti póstur þinn bjó til vægast sagt óljósa mynd af yðar þekkingu og reynslu í forritun. ;) Maður sér nú að þú hefur a.m.k. punkt fyrir þér.
Ég myndi nú ekki kalla það grunnhugmynd í forritun að láta viðmót aldrei tala við gagnagrunn, þó að það sé auðvitað verulega óskynsamlegt í hefðbundinni forritun. Grunnhugmynd forritunar er hinsvegar sá að láta eitthvað stafrænt dótarí einfaldlega gera eitthvað fyrir mann, óháð viðmóti eða gagnagrunnstengingum. Aftur á móti, eins og ég segi, er ég alveg sammála því að það er mjög óskynsamlegt að láta viðmót tala beint við gagnagrunn í hefðbundinni forritun. Unpro, ef maður leyfir sér það orð. En það er það sem við köllum “hefðbundin forritun”.
Hinsvegar erum við að tala um vefforritun, sem er allt annað mál. Þar er grunnur, forritun, og væntanlega HTML viðmót. Í hefðbundinni forritun er viðmótið yfirleitt ekki forritað og meðhöndlað alveg gjörsamlega uppi í borunni á sjálfum aðalforritunarhlutanum, eins og það er einmitt yfirleitt gert í vefforritun.
Því er það bara svona… “virtually” viðmótið að tala beint við gagnagrunninn, vegna þess að í vefforritun er viðmótið almennt ekki alveg aðskilinn hluti forritunarvinnunnar, tæknilega. Svona þegar maður pælir í því væri nær lagi að segja að HTMLið eða CSS væri þar í rauninni það sama og í hefðbundinni forritun væri hægt að kalla “viðmótsforritun”, og ég held að þú getir alveg farið beint í doktorsritgerðina ef þér hefur tekist að fá HTML eða CSS eitt og sér til að tala við gagnagrunn. ;)
Eða þú'st, þett'er allavega það sem ég myndi telja. :) Feedback vel þegið. Skemmtilega róleg og þægileg umræða, einmitt. Sorglega sjaldséð á korkum um heit málefni.
En svo vaknar auðvitað aðalspurningin… hefurðu betri hugmyndir varðandi hvernig skuli ná í dýnamísk gögn úr grunni í vefforriti, miðað við þær forsendur sem þú gefur þér?
Friður.