mig langaði að varpa þeirri spurningu fram hvort menn hafi eitthvað velt fyrir sér höfundarréttarmálum. Hér á ég við að ef einhver ræður til sín aðila til að hanna fyrir sig vefsíðu og greiðir fyrir það umsamda fjárhæð.

Í fyllingu tímans þarf að fara að uppfæra síðuna og ýmislegt sem menn vilja breyta. Hvað hefur sá sem keypti vefinn mikið frjálsræði til að breyta. Að mínu áliti má sá breyta öllum texta en hvað með annað eins sem snýr að útliti? Ég geri hér ráð fyrir að viðkomandi vilji sjálfur annast breytingarnar eða ráða til sín annan aðila.
———————————–