Eitthvað á ég nú bágt með að trúa að mikil starfsreynsla búi að baki þessarar annars ágætu greinar þinnar.
Svona í fyrsta lagi er ekkert endilega verið að tala um Linux frekar en neitt annað. Ég hef sjálfur mjög mikla reynslu af NT, mjög mikla reynslu af MacOS, og góða reynslu af Linux og BeOS. Mér finnst mjög jákvætt að þú segir að þú notir einfaldlega það sem þú fílir best, það er góður málstaður.
Það er rétt með Linux að eins og of margir Mackamenn, hafa sumir engin rök fyrir sér og segja þetta bara til að vera svona… þú'st, “elite”. Þó að Linux taki NT nú í boruna í flestu verður því ekki neitað að Linux er samt sem áður tískufyrirbæri, og því verður alltaf eitthvað um svona dúdda sem vita ekkert hvað þeir eru að tala um. Það er sama sagan með Macka (þó að ég sjálfur fíli Macka allverulega), þá er alveg nóg af fólki sem hefur einfaldlega ekkert vit á því sem það er að segja.
En umræðan er PHP á móti ASP, ekki Linux á móti Windows, og ef við ættum að fara út í stýrikerfi, þá væri það ekki Linux á móti Windows, heldur ALLT á móti Microsoft!
Þ.e.a.s. Linux, FreeBSD, HP-UX, Solaris, QNX, BeOS, MacOS og meira að segja Windows sjálft á móti… ekki Windows, heldur Microsoft. Gegn Microsoft Windows 95/98/NT/2K.
Ókei, tölum þá um algengi. Samhæfni. Eigum við að gera það?
Apache er vefþjónn sem þú hefur eflaust heyrt um. Apache er til fyrir ótrúlegustu stýrikerfi, auðvitað vegna þess að það er, eins og PHP, open-source. Ekkert nema gott um það að segja.
Meira en helmingur allra vefa sem eru hýstir á Internetinu eins og það leggur sig, eru hýstir á Apache. Mig minnir að það sé í kringum 60%. Þá segir þú kannski “Ah, þá eru væntanlega 40% með IIS”, sem er alls kostar ekki rétt. Það eru nú til fleiri vefþjónar en þessir tveir, og meira að segja verulegur slatti af þeim. IIE kemst ekki með tærnar þar sem Apache hefur hælana, og af góðri ástæðu líka. Vegna þess að IIS *þarf* Windows. Og ASP, ef þú ætlar að nota það af nokkru viti, *þarf* IIS.
Svo að þú verður að spyrja þig. Hvers vegna að nota ASP? Vegna þess að það er einfalt? Ef þú hefur ekki þá 75 í greindarvísitölu sem það þarf til að læra PHP, ferðu nú varla að gera vefforrit af nokkru viti til að byrja með. Við skulum ekki gleyma því að PHP er mjög einfalt forritunarmál. Við skulum heldur ekki gleyma því að það keyrir á nánast hvað sem er, hvar sem er í heiminum. Við skulum heldur ekki gleyma því að PHP hefur tekið ASP í rassgatið hvað varðar öryggi, hraða og stöðugleika “nema þú configir serverinn rétt”. Og segðu mér þá, hvers vegna að standa í þeirri vitleysu? ;) Þú smellir inn Apache og PHP inn á hvaða kerfi sem er léttar en að “configa IIS rétt” (sem er btw meira en venjulegt freakin' config).
En allavega, höldum umræðunni í samhengi. Þetta snýst ekkert frekar um Linux en hvað annað, heldur PHP vs. ASP.
Þú segist vera að læra ASP sjálfur, svo að ég get rétt ímyndað mér hví þú hefur skrifað þetta. Auðvitað vegna þess að þú hefur nokkuð augljóslega varla neina reynslu af þessu. :)
Friður.