Ég var einmitt að bíða eftir góðu svari frá php manni, Takk kærlega Augustus.
Í sambandi við get og post á form, þá var þetta bara eitthvað sem mér skildist af intenz og hef sjálfsagt misskilið. Biðst afsökunar.
Í sambandi við þægleg heit kóða, er það hárétt hjá þér og það hefur kannski gleymst að taka það fram hjá mér: að ég fíla þessa klassa hugsun í asp og það er ein af ástæðunum fyrir að ég fíla asp. Það þýðir ekki að öllum finnist þessi klassahugsun betri.
Í sambandi við hýsingarkostnað er það ekki kostur eða galli forritunarmáls hvort það sé dýrara að hýsa það eða ekki, þótt það tengist því vissulega á einhvern hátt.En ASP er ekkert lélegra forritunarmál vegna þess að það er dýrara að hýsa það. Reyndar er það alls ekkert dýrara að hýsa það. Mér til sönnunar vísa ég á <a href="
http://http://www.islandia.is/islandia/verdskra_onnurthj.html“ target=”_blank“>Sönnunargagn A</a> þarna sést að php/asp réttindi kosta það sama og tenging við MySQL og MS SQL Server tenging kosta einnig það sama, þá vel ég frekar SQL Server ;)
Ég er einnig ekki sammála um að support fyrir ASP sé minni á netinu, ég held að þetta sé mjög svipað fyrir bæði forritunarmálin. Ég t.d. veit ekkert hvert á að leita fyrir bestu PHP síðurnar og ég get vel trúað því að sumir PHP menn viti ekkert hvert eigi að leita fyrir bestu ASP síðurnar.
Ég hef heldur ekki ennþá lent í því að þurfa borga fyrir com hluta eða klassa sem mig vantar. Það er hellingur af fríum klössum og com hlutum fyrir asp.
Kvót byrjar:
”Notandinn fiktar aldrei í klasanum þínum á vélinni þinni, hann fiktar í klasanum þínum á SINNI vél þannig að ef eitthvað fer í fökk er það honum að kenna“
Ég skil þig ekki alveg hérna, getur reynt að útskýra þetta aðeins öðruvísi.
”Það að geta fiktað í klasanum er einmitt ómissandi, ef að ég vil að klasinn geti haft örlítið breytta hegðun þá bara fikta ég í honum sjálfur í PHP. MÍNAR ÞARFIR sem end-developer overrida þínar LANGANIR sem pre-developer“
Þarna blöskraði mér eiginlega ;)
Þegar maður er að búa til klassa verður maður að hafa í huga að maður er að búa til tól sem end-developerinn notar. Þessi klassi gegnir síðan ákveðnu hlutverki. Ef ég er góður class-developer, þá gerir klassinn allt sem þarf að gera og þú átt ekki að vera fikta eða breyta honum. Það á að taka tillit til alls þess sem á að vera hægt að gera og hanna og forrita klassan í samræmi við það. Hvað á klassinn að gera? Til þess nota ég ákveðnar aðferðir (function-ir), en ég vil ekki að þú fáir aðgang að öllum þeim aðferðum því þá getur klassinn farið í fokk, hence the expression: backend programming.
Ég er heldur ekki að tala um að það sé slæmt að breyta klassanum, alls ekki, enda er það stundum nauðsynlegt, það sem ég er að tala um er að hafa ekki öll property og function-ir opin (Public), þannig að end-developerinn geti t.d stillt eitthvað sem á ekkert að stilla, annaðhvort vegna þess að það fokkar upp klassanum eða hefur engan tilgang. T.d. gæti ég viljað hafa property sem ég stilli í klassanum sem er út allan klassan eitthvað default gildi. Þá vill ég alls ekki að end-developerinn geti bara stillt property-ið á eitthvað allt annað. Þessvegna hef ég það lokað og stilli það á Private. Það sama gildir um function-ir (aðferðir)
Alveg eins og maður fokkar ekkert í ADO Connection hlutanum því að ég vil hafa hann einhvern veginn öðruvísi. ADO Connection objectinn hefur það verkefni að opna tengingu við gagnagrunninn. Þar er hæst að nefna ConnectionString Property-ið sem ég get stillt, open aðferðina sem opnar fyrir connectionstrenginn minn og close aðferðina sem lokar tengingunni. Þarna bakvið er hellingur af complex kóða sem end developer á hreint og beint ekkert að vera fikta í og þegar ég segji fikta í er ég ekki að tala um að breyta objectinum heldur að kalla á eitthvað sem á ekki að vera hægt að kalla á utan klassans, stilla eitthvað sem á ekki að vera hægt að stilla.
Þegar maður býr til klassa er maður að búa til ákveðið tól sem hefur ákveðið verkefni. Það er einmitt mjög mikilvægt að um leið og klassinn sé fullkláraður að einhverjar breytingar á honum ”brjóti“ ekki einhverjar af áðurskilgreindum aðferðum eða property-um.
Finnst þér það virkilega ekki þægilegt að geta stillt hvort property eigi að vera Read eða Write, eða jafnvel bæði. Þetta er allt hluti af ”Black Box“ hugsuninni, en Object á einmitt að serve-a sem black box fyrir end-developerinn.
Hann á ekki að þurfa að gera annað en að stilla nokkur property, kalla á nokkrar aðferðir og voila.
Allvega, þetta er svona mitt álit :)
Kær Kveðja
ask
<br><br>ask | <a href=”
http://bergur.is“ target=”_blank“ style=”text-decoration:none;">bergur.is</a