Hver man ekki eftir gamla marquee tagi dauðans frá árdögum HTML? Jæja, nú er explorer orðinn eini browser sem styður það og kannski bara gott um það að segja. NEMA. Nú hefur mér verið falið að gera svona marquee dæmi og mér er mjög illa við nota eitthvað sem virkar hvorki í óperu né Netscape (6 þ.e. - ég er löngu búinn að gefast upp á 4). Nú verð ég að ná þessum effect með góðu eða illu en hef ekki fundið neina leið til þess, þannig að ég var að spá hvort það væri einhver sniðug javascript leið til þess (þetta eru semsagt linkar í þessu marquee-dæmi). Það eina sem ég hef fundið hingað til er eitthvað: document.write('[marquee]') dæmi (hmmm, well duh) en ég nenni ekki að forrita applet auk þess sem mér finnst það hallærislegt.
Any ideas?