Ef fólk vill hafa stærra letur, hvað gerist þá?
Málið er að hönnuðir hanna fyrir vefinn eins og þeir séu að hanna eitthvað fyrir prent. Þeir velja sér einhverja upplausn og svo er varla hægt að víkja frá því.
Vefurinn er samt ekkert þannig. Fólk notar mismunandi vafra, mismunandi upplausnir, mismunandi textastærðir.
Hvað ef einhver sjóndapur kemur inná síðuna þína, hann er með vafrann sinn stilltan þannig að textinn er 20% stærri en default. Ef þú notar pixlastærðir kemur textinn hjá honum til með að fljóta út fyrir þau box sem textinn hafði og þá verður síðan frekar ósmekkleg.
Þú getur alveg haft myndefni, það sem þú þarft bara að gera er að passa að síðan megi breytast aðeins í kringum myndefnið að það verði ekki kjánalegt við það og ef þú ert með einhvern bakgrunn á boxum að það sé hægt að láta hann endurtaka sig.
“If it isn't documented, it doesn't exist”