Ég er búinn að vera vefstjórnandinn hjá nemendafélaginu mínu í rúmt ár núna. Mér fannst síðan okkar alltaf vera svo ljót svo að ég gerði nýja hún er hérna http://hi.is/nem/frodi/
Nú er svo til allt tilbúið, þó svo að það leynist 1 og 1 galli hér og þar. Eitt vandamálið er ég samt ekki að ná að leysa, ef þið kíkið á eldri myndir þá skilur myndasíðan aldrei ef það er mappa í möppu. Veit ekki hvort þið skiljið hvað ég á við. Semsagt inn á svæðinu er mappa sem heitir eldri_myndir og inn í henni vil ég hafa index.php fælinn. Í þeirri möppu eru svo 4 aðrar möppur sem heita 19982004, 20042005 o.s.frv. Í þeim möppum eru svo möppurnar sem innihalda myndirnar. Með því að setja index.php inní möppurnar með ártölunum virkar allt, þá þarf indexsíðan bara að opna eina möppu (þetta er þannig núna). En um leið og ég set index.php í eldri_myndir möppuna hættir hún að skilja neitt, virðist ekki getað opnað 2 möppur. Veit einhver hvert vandamálið er?

Æ hvað þetta varð eitthvað torskilið, einhver sem fattar hvað ég á við?

Með fyrirfram þökk
Stefanius