Þú verður að skoða það að þetta er pakki þar sem þú kaupir hýsingu og færð inní þeim pakka lén.
Lénið kostar það sama, hvort sem þú færð það í gegnum
http://len.is eða beint frá
http://isnic.is12.450 kr. fyrsta árið og 7.918 kr. á ári eftir það.
Tökum sem dæmi að þú fengir þér Pakka A (sem þeir nota í dæminu sínu), 3990 kr. á mánuði fyrir 150 MB pláss, gagnagrunn og PHP4. Þetta eru 47.880 kr. á ári.
Ef þú verslar við
http://1984.is og tekur pakkann sem þeir bjóða á forsíðunni sinni óbreyttann… Þá færðu 1 GB pláss, gagnagrunn, PHP5, Ruby, Python, Perl (s.s. fleiri valmöguleika, en þú notar örugglega aldrei meira en einn eða tvo þeirra í einu). Þetta kostar 800 kr. á mánuði sem eru 9600 kr. á ári. Við það bætist kostnaður við lén svo þetta verður 22.050 kr. fyrsta árið og 17.518 kr. á ári eftir það.
Í raun og veru geturðu gert ennþá betur hjá
http://1984.is fyrir peninginn sem þetta kostar hjá
http://len.is, þú getur fengið þér vhost hýsingu með 5GB plássi og 80 MB RAM fyrir þig (þá ertu með virtual tölvu undir þinni stjórn, s.s. það næsta við að vera með eigin dedicated server). Það kostar (ódýrast) 3000 kr. á mánuði. Það eru 36.000 kr. á ári. Bættu við gjaldinu fyrir lénið og þá eru þetta 48.450 kr. fyrsta árið og 43.918 kr. á ári eftir það.
Þannig að já, nei, ég myndi ekki segja að
http://len.is væri gríðarlega ódýrt þó svo að þeir séu ódýrari en einhverjir aðrir.
Reyndar getur verið að það séu einhverjir þættir sem á eftir að gera ráð fyrir við samanburð minn, taktu það inní myndina og ef þú ert virkilega að pæla í þessu mæli ég með því að þú tékkir á því.