Ef þú ert að hugsa um eitthvað open source og frítt (semsagt kóði sem má nota án endurgjalds) þá mundirðu kannski vilja kíkja á
http://oscommerce.comÞetta er gert í PHP. Ég leit á þetta fyrir nokkrum árum og leist þá mjög vel á.
Hinsvegar er þetta með öryggið og að viðskiptavinir geti treyst því að óhætt sé að senda kornúmer yfir á þinn server þá er það eitthvað sem er miklu stærra og kostnaðarsamara dæmi heldur en bara að kópera/endurnýta einhvern kóða. Svona veflausnir byggja á því að serverinn er settur upp með HTTPS virkni (þ.e. secure HTTP channel) en til þess að viðskiptavinurinn fá ekki upp meldingu frá vafranum um að fyrirtækið á bakvið þinn vef sé ekki merkt sem áreiðanlegt þá þarftu að kaupa, og setja upp á severinn, sérstakan lykil sem auðkennir þitt fyrirtæki. Mér vitanlega er hvergi hægt að fá svona lykla ókeypis og þar að auki er ekki hægt að kaupa varanlegt leyfi á þá heldur þarf alltaf líka að viðhalda þeim með því að greiða af þeim árgjald.
Official útgefandi og söluaðili fyrir svona lykla er Verisign, en það eru líka ýmsir endursöluaðilar sem selja lykla frá þeim á betri kjörum en þeir bjóða.
Til viðbótar við þetta kemur svo dæmi sem hefur mestan kostnað og fyrirhöfn í för með sér en það er það að til þess að fjármunir frá viðskiptavinum skili sér til þín þarftu að hafa samning við eitthvert fyrirtæki sem sér um að koma færslunum af kortareikningum viðskiptavina yfir á þinn (eða þíns fyrirtækis) reikning. Það eru mörg fyrirtæki viða um heim sem bjóða upp á þetta og mörg þeirra með skelfilega dýra þjónustu og mjög strangar reglur um það hverja þau skipta yfirleitt við. Það fyrirtæki hér á landi í þessum bransa sem mér hefur sýnst vera ódýrast er korta.is. Ég hef líka aðeins reynslu af þeim og get staðfest að þeir bjóða upp á mjög góða þjónustu.
Gangi þér annars bara vel :)