Ok, ég veit ekkert hversu góður þú ert, þannig að ég ætla bara að tala á algjörum byrjenda nótum, ekki taka það nærri þér. Ef þú nennir ekki að lesa þetta, eru linkarnir neðst niðri ;)
Til þess að gera gagnagrunnstengda síðu, þarftu að nota serverside forritunarmál. Það eru tvö sem eru aðallega ríkjandi og það er asp og php. Síðan eru einnig eins og Embedded Perl, JSP og sitthvað fleira.
Serverside mál virkar þannig að allur kóðinn er túlkaður á servernum, enn ekki hjá notendanum (clientside). Það þýðir að þegar þú skrifar einhvern kóða svo sem:
Response.write(“Halló Heimur”)
sem er asp kóðinn fyrir að skrifa eitthvað út. Þá fer hún á serverin, tékkar og túlkar á kóðanum og skilar honum út á html formatti sem er clientside, þessvegna þegar maður fer í view source t.d. hér á huga (php) þá sérðu bara html-ið en ekki php kóðann því kóðinn var túlkaður á servernum og sendur til notendans.
Ef þú hefur verið í html, veistu sjálfsagt að þú getur vistað t.d. html skjal undir C:\My Documents\Website\index.html, opnað Internet Explorer og skrifað inn slóðina og hún birtir slóðina. Þetta er ekki hægt með asp og php. Því ef þú opnar asp/php síður beint í browserinum (skrifar bara inn í addressuna c:\my documents\website\index.html) þá túlkaði serverinn ekki síðuna. Ég veit reyndar voða takmarkað um php, en til þess að geta byrjað fiktað í asp síðum, þarftu að downloada server. T.d. Personal Web Server frá microsoft(PWS). Ef þú ert aftur á móti með Windows 2000 eða Windows XP fylgir Internet Information Server frá microsoft frítt með, þetta er ekkta server sem er notaður t.d. hjá hýsingaraðilum og fleirum. Ef þú er með Win95-98 geturu aftur á móti notað PWS. Þegar þú setur upp server geturu slegið inn slóðina
http://localhost (nafnið á tölvunni). Default folderið er oftast c:\wwwroot eða c:\Intpub\wwwroot
Þegar serverinn er kominn upp, geturu byrjað að fikta í asp-inu. Ef þú myndir skella default.asp eða index.asp inn í wwwroot folderið, þá myndi t.d. Response.write(“Halló heimur”) virka fullkomlega.
Þá er komið að gagnagrunninum. Í asp er oftast MS SQL Server eða MS Access notaðir, þó aðrir virki. Ef þú ert með Office pakkann ættiru að vera með Access. Þar geturu búið til töflur (tables) sem innihalda ýmsar upplýsingar sem þú getur síðan sótt úr grunninum og birt á síðunni. Upplýsingarnar á asp síðunni úr grunninum eru þá oftast geymdar í svokölluðu Recordsetti.
Með asp er síðan hægt að nota ýmsa hluti (objecta) svo sem ADO hlutana, þar inn í er t.d. Connection hluturinn sem tengist gagnagrunninum, þar er líka Recordset hluturinn sem geymir upplýsingarnar úr grunninum á síðunni.
Vona að þetta hjálpi eitthvað.
Varðandi tutorala myndi ég kíkja á eftirfarandi linka (þeir opnast í nýjum glugga):
<a href="
http://hotwired.lycos.com/webmonkey/programming/asp/“ target=”_blank“>Greinar á Mebmonkey um asp</a>
ég mæli með að þú kíkir sérstaklega á ”Your first database“, þarna er ferið í að setja upp serverinn og gagnagrunninn, hvernig á að tengjast grunninum og ná upp úr honum upplýsingar.
<a href=”
http://www.4guysfromrolla.com“ target=”_blank“>4guysfromrolla.com</a>
Þetta er bara heill vefur tileinkaður asp, hellingur af greinum, flakkaðu bara undir ”All Articles“
<a href=”
http://www.15seconds.com“ target=”_blank“>15seconds.com</a>
Þetta er einnig asp vefur, fullur af greinum, en frekar kýs ég 4guysfromrolla.
<a href=”
http://www.aspfaqs.com“>aspfaqs.com</a>
Frequently Asked Questions um asp, þarna er hellingur af algengum spurningum og svör við þeim.
<a href=”
http://www.aspmessageboard.com/“ target=”_blank“>aspmessageboard</a>
Ef þú hefur spurningu um asp er þetta næstbesti staðurinn (hugi.is er nátturlega sá besti ;))
Auk þess höfum við asp-menn á huga.is/vefsíðugerð skrifað nokkra tutoriala/tips um asp (opnast líka í nýjum glugga).
- <a href=”
http://www.hugi.is/vefsidugerd/bigboxes.php?box_id=29774&action=cp_grein&cp_grein_id=421“ target=”_blank“>ASP fyrir byrjendur</a>
- <a href=”
http://www.hugi.is/vefsidugerd/bigboxes.php?box_id=29774&action=cp_grein&cp_grein_id=424“ target=”_blank“>Búa til function - asp</a>
- <a href=”
http://www.hugi.is/vefsidugerd/bigboxes.php?box_id=29774&action=cp_grein&cp_grein_id=435“ target=”_blank“>ASP - Skrifa og lesa textaskrár</a>
- <a href=”
http://www.hugi.is/vefsidugerd/bigboxes.php?box_id=29774&action=cp_grein&cp_grein_id=435“ target=”_blank“>File Upload - Hvernig á að taka nafn á því sem er uploadað</a>
- <a href=”
http://www.hugi.is/vefsidugerd/bigboxes.php?box_id=29774&action=cp_grein&cp_grein_id=477“ target=”_blank“>ASP: Recordset og Cursor Type-in ógurlegu</a>
- <a href=”
http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_id=38756&action=cp_grein&cp_grein_id=434“ target=”_blank“>Option Explicit í ASP</a>
- <a href=”
http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_id=38756&action=cp_grein&cp_grein_id=437“ target=”_blank“>ASP - línubil</a>
- <a href=”
http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_id=38756&action=cp_grein&cp_grein_id=474“ target=”_blank“>Að telja records í gagnagrunni</a>
- <a href=”
http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_id=38756&action=cp_grein&cp_grein_id=475“ target=”_blank“>ASP - innskráning</a>
Og að lokum eru <a href=”
http://www.hugi.is/vefsidugerd/tenglar.php?fid=19“ target=”_blank“>asp tenglar í tenglasafninu</a>
Vonandi hefur þetta hjálpað eitthvað. Ef það er eitthvað, alveg sama hversu fárænleg þér finnst spurningin, láttu þá flakka, til þess er staðurinn.
<br><br>ask | <a href=”
http://bergur.is“ target=”_blank“ style=”text-decoration:none;">bergur.is</a