Ég verð nú bara að koma því á framfæri að ég hata Flash vefsíður (sbr. síðuna ykkar). Flash er EKKI hugsað sem heimasíðugerðarforrit!
Ókostur við Flash vefsíður? URL eru úr sögunni og view-source er ekki möguleiki. Ef ég myndi vilja benda á auglýsingu hjá ykkur, einhverjum sem hefði áhuga á ykkar þjónustu. Hvernig færi ég að því? „Já, þú smellir á mynd af rassi í rauðum nærbuxum“. Hvað varð um tilvitnanir á slóðir? Þær hurfu með tilkomu „bjána“ sem ákváðu að nota Flash sem vefsíðugerðarforrit!
Inni á svona flóknari corporate business type Flash vefsíðum, þar sem maður er kannski lengst inni í einhverjum „undirsíðum“ og rekur sig svo óvart í Refresh/Back-takkann á músinni sinni. HVAÐ ÞÁ? Ég skoða ekki svoleiðis síður og því missa þær síður alla mína athygli/áhuga á frekari viðskiptum. Sama á við um marga aðra.
Svo annar ókostur við Flash vefsíður er sá að fólk getur valið hvaða leturgerð sem það vill, jafnvel þó notandinn sé ekki með hana. Contact síðan ykkar er t.d. mjög illlæsileg vegna asnalegrar leturgerðar og klessulegrar uppsetningar, og fyrir utan það virka flokkarnir til vinstri ekki einusinni.
Afsakið þessa gagnrýni en ég hef svo mikla óbeit á Flash vefsíðum að ég varð að skilja eftir nokkur „vel“ valin orð. :)
Gaui