Sælir vefsíðugerðarmenn og forritarar.
Ég vildi koma því frá mér að mér finnst fáránlegt að það sé ekki til sér vefsíða fyrir forritara og grafíkara önnur en hugi þar sem er lítill metnaður settur í áhugamálin og koma inn greinar á 10 mánaða fresti(þe. vefsíðugerð og forritunar áhugamálið).
Ef það er áhugi fyrir þá myndi ég vera tilbúinn að búa til þessa síðu því ég trúi því að það þurfi að styðja þetta samfélag mun meira en er gert hér á landi.
Byrjendur vita ekkert hvert á að leita og man ég vel þegar ég byrjaði að eini staðurinn sem ég gat farið var hugi.is.
Svo kom auðvitað php.is(Síðan og Irc rásin) þar sem ég fékk mikla hjálp og mun betri hjálp.
Þetta væri þá síða með kóðasafni, hjálparefni(Til að koma byrjendum af stað) og svo spjall.
Hvað segiði, er einhver áhugi fyrir svona síðu?