Ég er að nota css til að breyta útliti tengla og mig langar að hafa virknina þannig að þegar smellt er á tengil þá haldist hann, t.d. rauður.

a:link{
color:#000000;
}
a:active{
color:#FF0000;
}

Með þessu þá verður tengillinn rauður þegar músin er yfir honum en verður svartur aftur þegar músin er dregin burt, jafnvel þó svo smellt hafi verið á tengilinn.
Er eitthvað sem er að fara framhjá mér eða…?