Sko, það eru tvær leiðir til að skrifa cookie.
Annarsvegar function í php sem heitir SetCookie();
Dæmi:
setcookie (“TestCookie”, “Test Value”);
setcookie (“TestCookie”, $value,time()+3600); /* expire in 1 hour */
setcookie (“TestCookie”, $value,time()+3600, “/~rasmus/”, “.utoronto.ca”, 1);
Fyrsta dæmið setur bara cookie sem heitir TestCookie, með gildið “Test Value”. Það er enginn expiration date gefin sem þýðir það að hún eyðist þegar browsernum er lokað. Þetta er því bara nokkurskonar session cookie.
Í öðru dæminu er sett 1 klukkutíma gildistími, þannig að cookie-ið virkar í 1 klukkutíma eftir það er sett, svo er henni eytt.
Dæmi 3 er flóknast, þar er skilgreint path á cookie-ið og eitthvað fleira sem er venjulega ónauðsynlegt.
Þannig að einfaldast er að gera bara
SetCookie(“Nafn”,“Gildi”);
Hin aðferðin er að nota Header(); skipunina í php til að senda bara HTML header til vafrans sem setur cookie, en þetta er í rauninni það sama og SetCookie gerir, þannig að einfaldast er að nota það bara.
Að sækja gildi úr cookies er mjög einfalt.
Þú notar bara $HTTP_COOKIE_VARS með nafn kökunnar sem parameter.
Dæmi:
//Setja köku:
SetCookie(“MyCookie”,“Daginn!”);
//Fá valuið úr kökunni aftur:
echo $HTTP_COOKIE_VARS["MyCookie"];
Mjög einfalt!
Reyndar er eitt sem þarf að athuga þegar cookies eru settar.
Þær eru sendar með HTML headernum, þannig að það verður alltaf að gerast efst í php skjali, eða það er að segja áður en nokkuð annað html er er sent út. Ef þú passar þig á því, þá ættir þú að sleppa við vandræði.