Ég er með comment kerfi á síðunni minni. Vegna tíðra árása robota á kerfið hef ég útbúið einfaldan filter sem felur allar færslur sem innihalda linka.
Svo er ég með viðmót í bakendanum þar sem hægt er að smella á viðkomandi færslu til þess að fela/sýna hana.
En ég hef áhuga á að nota checkbox þannig að hægt verði að velja þau sem maður vill breyta og breyta mörgum í einu.
Hvernig vinnur maður niðurstöður úr checkboxum? Ég bý til checkbox sem hefur alltaf sama nafn en mismunandi value. Svo á skriftið mitt að breyta þeim færslum sem hakað var við, þ.e. þar sem id passar. En vandamálið er að ég kann ekki að láta php vinna upplýsingarnar úr mörgum checkboxum.
Hafið þið ekki gert eitthvað svona með checkvox og eruð til í að deila vizku ykkar?