Ég hef neflilega lengi ætlað að læra þetta en stranda alltaf í blá byrjuninni. Ég hef ekki hugmynd hvernig ég get valið úr elementunum og bara það sem kemur mér af stað.
Ss. það sem ég á í vandræðum með núna er listi sem ég er með sem er með id=“main-list” og ég vil að þegar það er smellt á link í honum gerist doSomething() og síðan þegar það er tvíklikkað á hann fylgir hann tenglinum.
Get ég ekki sagt að þegar það er klikkað á link inni í main-list þá gerist doSomething()
og þegar það er dblclickað þá fylgir hann linkinum?
fyrir forvitna er htmlið svona:
<ul id="main-list"> <li><a href="/?sida=1">Síða1</a></li> <li><a href="/?sida=2">Síða1</a></li> <li><a href="/?sida=3">Síða1</a></li> </ul>
Alla vega, öll hjálp með þetta væri mjög vel þegin og ef einhver tekur áskoruninni með greinina þá skal ég jafna það með byrjendagrein í CSS