Frames eru notaðir til þess að “festa” innihald. Þá geturu skipt glugganum í nokkrar síður. Frames eða rammar eins og þetta er oft kallað á íslensku, geta aðeins verið láréttir og lóðréttir.
Ef þú ætlar að búa til frame-aða síðu þarftu að búa til frameset sem inniheldur þá rammana þína og skilgreinir hvort þeir séu láréttir (rows) eða lóðréttir (cols).
Við skulum taka dæmið sem er w3schools.com og breyta því pínu.
Við búum til síðu sem skiptist í helminga lóðrétt, vinstra megin er leiðarkerfi og hægramegin (stórahlutanum) verður síðan.
<frameset cols=25%,75%>
<frame src=“nav.html”>
<frame src=“main.html”>
<frameset>
Þarna skilgreinir hann semsagt frameset sem er lóðrétt.
Gluggin skiptist þá í tvær síður, eina sem er 25% af glugganum (vinstra megin) og önnur sem er 75% af glugganum.
Síðan vísar hann í síðurnar sem eiga að birtast, það er nav.html og main.html
Þú myndir þá vista síðuna sem inniheldur framesetið index.html og hún myndi þá skiptast í þessa tvo hluta: nav.html og main.html.
Gallinn við að hafa t.d. þessa síðu er aðallega:
- Ef einhver leitar afhverju á netinu sem passar við þína síðu og ýtir á hana frá leitarvélinni vísar leitarvélin á main.html en ekki index.html og því myndi notandinn ekki fá upp leiðarkerfið og vera fastur á síðunni, þ.e.a.s hann getur ekki skoðað síðuna meira.
Vonandi hjálpar þetta eitthvað. Annars helduru bara áfram að spyrja.<br><br>ask | <a href="
http://bergur.is“ target=”_blank“ style=”text-decoration:none;">bergur.is</a