Það eina sem þú ættir að gera með javascript er að kalla fram prent-gluggann.
<a href=“javascript:window.print();”>Prenta</a>
Rétta leiðin til að aðlaga útlitið að prentun er svo að vera með CSS stílsnið fyrir prent-ham, þar sem þú getur falið/birt ákveðna hluti og aðlagað útlitið alveg eins og þér dettur í hug (Svo framarlega sem vefsíðan er rétt sett upp, en það er efni í heila bók ;) )
Til að skilgreina CSS skjal sem er aðeins fyrir prent, gerirðu svona:
<link rel=“stylesheet” type=“text/css” href=“print.css” media=“print” />
Þegar farið er í print-preview og/eða skjalið prentað út, þá hleður vafrinn þessu skjali niður og notar það.