Já ég er nokkuð klár í MySQL og PHP, en þó enginn sérfræðingur. Svo ég er í smá vandræðum með að leysa þetta vandamál.
Ég er sem sagt með töflu sem sýnir viðburði, og tengir með ID númerum í færslur í annarri töflu.
Segjum að ég sé með dagskrá í samkomuhúsi, og hver dasgskrárliður er settur í töfluna einhvern veginn svona:
samkomuhus_id = 4
dags = 2007-07-19
timi = 19:00:00
lysing = hommaklám sýnt í félagsheimilinu
Ég vil hafa yfirlitssíðu þar sem ég get haft lista yfir öll samkomuhúsin sem eru með skráða dagskrá í töflunni, og svo dagskrárliðina undir hverju og einu þeirra.
Ég get ekki bara náð í lista yfir öll samkomuhúsin og sótt dagskrána fyrir hvert fyrir sig, því húsin eru ekki öll skráð með dagskrá. Ég vil bara þau hús sem eru skráð með dagskrárliði. Eins og ég er að reyna að gera þetta núna kemur hvert samkomuhús milljón sinnum, þ.e. jafn oft og færslurnar fyrir það eru margar. Ég vil hins vegar setja inn skipun þar sem er farið í gegnum allar færslurnar í töflunni og ID númerin á samkomuhúsunum sem eru skráð þarna fundin, og þau birt, en hvert aðeins einu sinni.
Þetta er kannski frekar flókin útskýring, en það má reyna…
Skilur einhver hvað ég á við og getur hjálpað?
Bætt við 19. júlí 2007 - 17:29
Svo virðist sem ég sé of klár til að þurfa hjálp hérna. Er búinn að finna út úr þessu. Takk fyrir lesturinn tvær manneskjur.
Takkó og blessó.