Sælir,

Ég er að reyna að læra PHP, og er að snurfusa aðeins til <font color=“red”><a href="http://www.rottuholan.f2s.com/viskusteinn/viskusteinn.php“>viskusteininn minn</a></font>. Ég ætla til dæmis að gera einfaldan loggunarbúnað sem skráir spurningar og svör í .txt skrá.

Ég fékk þetta til að virka á localhost, með því að nota <i>fopen()</i> og svo <i>fwrite()</i>, og færði þetta svo yfir á server, og til að fá þetta til að virka þar notaði ég ftp:// til að tengjast í <i>fopen()</i>. Það virkaði fínt fyrir fyrsta loggið, en hún skrifar síðan ekkert meira í .txt skrána, en kvartar yfir því að skráin sé þegar til (þó að <i>fopen()</i> eigi aðeins að búa til skrána ef hún er ekki til, en nota annars skrána sem til er).

Skilur einhver hvað ég er að fara, og dettur einhverjum í hug lausn á þessu?

Hér er functionið sem ég bjó til, svona til að skýra þetta ögn betur út:

<font face=”courier“ size=”1“ color=”red“>function logga($spurning,$svar)
{<blockquote>$log = fopen(”ftp://user:pass@ftp.rottuholan.f2s.com/www.rottuholan.f2s.com/viskusteinn/log.txt“,”a“);
fwrite($log,”Spurning: $spurning\\nSvar: $svar\\n\\n“);
fclose($log);</blockquote>}

logga($spurning,$svar);</font>

(Og það á náttúrulega að vera bara eitt öfugt skástrik þar sem það á við)

Mér sýnist að þetta ætti að virka, og þetta virkar sem sagt ef log.txt er ekki til, en annars ekki.
<br><br><font face=”courier“ size=”1“ color=”silver"><br>—–<br>rotta</font