Kv. Pottlok
Stuff.is ???
Ég kemst ekki inná neinar síður sem eru hýstar hjá þeim. Er eitthvað vandamál með serverinn þeirra?
Laugardagsmorguninn 23. júní fór niður kerfisdiskurinn á hýsingarvélinni sem olli því að allir vefir urðu óstarfhæfir. Viðgerð er ekki lokið að fullu. Ástæðan fyrir töfinni er fyrst og fremst sú að mjög fáar tölvuverslanir voru opnar á þessum tíma vikunnar. Nú er búið að setja upp stýrikerfið á speglaðann disk og sett inn talsvert nýrri útgáfu af FreeBSD en var áður. Í tilefni þessarar viðgerðar voru keyptir tveir 250GB harðir diskar, móðurborð, örgjörvi, netkort og aflgjafi sem þýðir að nú er komin næstum því algerlega ný tölva.
Gögnin á vefsvæðunum sakaði ekki en búið er að redda þeim yfir. Hins vegar er óvissa hvort takist að bjarga gögnunum í MySQL gagnagrunninum og því er MySQL þjónninn niðri þangað til þeim hefur verið bjargað eða öll von úti um að bjarga þeim. IRC-þjónninn og FTP þjónninn eru einnig niðri því stillingarnar fyrir þær þjónustur eru á þeim disk. Nú er verið að prófa gamalkunna ráðið að frysta diskinn í von um að ná í gögnin þannig. Annars eru gögnin eiginlega töpuð þar sem senda yrði diskinn til útlanda og láta laga hann þar. Þar sem það kostar a.m.k. 100-150 þúsund, þá er þessi möguleiki útilokaður sérstalega í ljósi þess að hýsingarþjónustan Stuff.is hefur ekki ráð á slíkri þjónustu og hún myndi kosta meira en árshagnaður hennar er. Takist ekki að bjarga þessum gögnum, þá er möguleiki að hýsingarþjónustan hætti.
Tilraun verður gerð til að ná í gögnin um hádegi á morgun, þriðjudag. Látið verður vita hvernig gengur þegar eitthvað fréttist. Eitt er þó öruggt: Það verður mikil áhersla lögð á að tryggja öryggi gagnanna í framtíðinni, hvernig sem þetta mál fer.