Sæll falcon,
Í fyrsta lagi var þetta ekkert persónulegt, þetta voru bara slæm ráð og ég bara varð að leiðrétta það.. og skal alveg koma með rök fyrir þessu, ég er búinn að VINNA við gerð margmiðlunardiska í tæp 5 ár og veit alveg hvað ég er að tala um.
Quote: “ég efast um að það séu mörg tilvik sem þú þarft að bæði fade in/out og gera eitthvað annað í leiðinni”.
Það eru ÓTAL tilfelli sem þú ert að gera blend fade og þarft að gera eitthvað annað í leiðinni, t.d. keyra fleiri en eitt fade í einu, grípá atburði músar eða lyklaborðs o.s.frv. ef þú keyrir svona fade í loopu þá stöðvast allt sem er tengt updatestage og flestir eventar/atburðir (sem t.d. skjótast þegar smellt er á hluti o.s.frv.) Director keyrir ákveðna loopu sem er farið i gegnum á hverjum ramma, þarna er m.a. gerðir hluti eins og athuga breytingar á sprites, keyra scriptur tengda frame atburðum og margt fleira og þetta stöðvast allt á meðan þú keyrir þína repeat loopu.
Allt í góðu með að nota repeat loopu, svo lengi sem þú gerir ekkert innan hennar sem kallar á að uppfæra skjámyndina eða eitthvað mjög þungt. Ég hef *ALDREI* þurft að gera það í öllum þeim diskum sem ég hef gert (og get alveg sagt að ég hef gert flest alla þá flottustu og bestu hér á landi). Ég nota repeat loopur til að vinna með breytur, stilla sum property (eigindi) og þannig hluti, aldrei neitt eins og að ofan, það gerir enginn sem þekkir Director vel.
Quote: “það er engin ein rétt leið til þess að gera hlutina og fer það bara eftir því sem þú ert að gera og hvernig þú hefur vanist/lært að gera hlutina. ”
Gæti ekki verið meira sammála þér :) hinsvegar eru margir hlutir sem eru RANGIR að gera ef þú horfir á hlutinn frá sjónarhorni notandans, t.d. dæmið með repeat loopurnar, þar ertu að stöðva í raun virkni margmiðlunarinnar, og notandinn getur ekkert gert á meðan = BAD BAD THING. Og svo eru ýmsar aðferðir til að gera vissa hluti sem eru BETRI en aðrar, uppá hraða og þess háttar, t.d. ef þú þekkir Director rendering vélina nokkuð vel þá veistu hluti eins og þetta að ofan með repeat loopur, hluti eins og ekki uppfæra texta field oft á sama ramma heldur safna saman breytingu í eina uppfærslu (MIKIL hraðaaukning) og svona dæmi gæti ég talið endalaust upp.
Quote: “það er ekki rétt að allt stoppi - Það er hægt að spila þess vegna hljóð undir fadinu o.fl. bara allt spurning um staðsetningu og tímasetningu. Það er ekkert ómögulegt! ”
Hlutir eins og hljóð eru keyrðir óháð ramma update, væri nú soldið fíflalegt ef það myndi hraðast á hljóðinu ef þú eykir FPS á margmiðluninni. :) Hinsvegar atburðir sem keyra upp að spila sound eru háðir fps, eins og öll önnur scripts ;)
Mér líst vel á þessa hugmynd um tricks ‘n’ tips og væri alveg til í að miðla þeirri þekkingu minni á því sviði.. hún má ekki fara öll til spillis þó ég sé hættur í Director ;)
T.d. væri hægt að kynna betur hluti eins og nota enterFrame/exitFrame sem eru alveg lífsnauðsynlegir events, og jafnvel intro í OOP forritun í Director? :)
<br><br>-
Skarsnik