Ok, hérna eru nokkrir af nýju ‘fítusunum’:
* Í ASP.NET ertu að vinna með alvöru hlutbundna forritum: s.s. Klasar (Classes), Encapsulation, Inheritance og Polymorphism. Einnig hluti eins og Interface.
* ASP.NET síður eru allar kompælaðar í .dlla. Þetta gerist í fyrsta skipti sem .aspx síðan er requestuð, og alltaf við hverja breytingu á henni. Bara þetta eitt og sér gefur ca. fjórfalda hraðaaukningu.
* Alvöru aðskilning á kóða og notandaumhverfi (html). Þú notar “code behind” sem geyma klasana þína og .aspx síðan kallar á þá síðu.
* MJÖG öflugt caching dæmi. Fyrir utan að .aspx síður eru þýddar (compiled) þá geturu cachað output úr þeim. Segjum sem svo að þú ert með einhverjar síður sem uppfærast mjög sjaldan, þá geturu cachað output úr þeim og gefið cachinu líftíma.. s.s. þegar fyrirspurn er svarað úr cache er það eins hratt og þetta væri bara .html skjal :) N.b. þetta cachar líka dýnamískar síður, t.d. vörulisti, þá cachar hún output úr síðum með mismunandi parametera (s.s. “sja_vorur.asp?Flokkur=1” og “sja_vorur.asp?Flokkur=2”)
* Svo eru ýmsir kostir vegna þess að þetta notar .NET frameworkið. Í fyrsta lagi hefuru aðgang að öllu því gríðarlega (og frábæra!!) klasasafni sem þar er, og þú getur verið að nota MÖRG mismunandi forritunarmál til að skrifa síðuna í (t.d. C#, Managed C++, Visual Basic.NET, COBOL, RPG, Module 2.. eiginlega bara flest allt :) .. Delphi mun t.d. koma með GOTT support fyrir .NET ;) )
Þarna er ég bara að stikla á stóru yfir hina mörgu kosti sem ASP.NET hefur framyfir hið ‘hefðbundna’, og þetta er EKKI bara ‘nýrra og betra’ eins og einhver hérna svaraði.. þetta er alveg gjörbylting á ASP!
<br><br>-
Skarsnik