Ég held nú bara þeirri kenningu á lofti að þeir sem noti NS4, séu þeir sem eru að *prófa* síður með NS4, og að þeir haldi alltaf við þeirri hjátrú að nokkur heilvita maður noti þetta dót lengur, með því að birtast á könnunum á því hvað fólk notar.
En þetta er löngu hætt að vera spurning um hvað fólk notar. Núna höfum við Mozilla (sem er eiginlega nákvæmlega það sama og NS6), og hann er æði. Hann er með jafnvel betri CSS-stuðning en IE6, og ég hef enn ekki rekist á JavaScript eða eitthvað sull sem hann styður ekki. Þökk sé honum því að með honum hef ég getað unnið við vefforritun án þess að snerta Windows í nokkra mánuði, sem eru auðvitað gleðitíðindi.
Mozilla (eða NS6, same shit, different day), er frábær sem vafri. Eftir útgáfu 0.9 hafa þeir verið að flýta mikið í honum og gera hann léttari og þægilegri í notkun. Margir nota hann og ég mæli eindregið með honum fyrir fólk t.d. á Macintosh og Linux, sem þarf ellegar að nota einhverja browser-wannabe textaskoðara eins og NS4.
Síðan er til Opera. Margir í Linux-heiminum lofa þennan vafra, vegna þess að þar til tiltölulega nýlega var ekkert hægt að nota annað en NS4 á Linux! Nú er Mozilla, Opera, Konqueror og einhver einn annar vafri komnir á Linux, og er vafraflóran á Linux jafnvel að verða stærri en á Windows og Mac. Það hefur samt aldrei vantað fjölda vafra, heldur bara einn sem gerir þetta nógu vel, og þá er tvennt um svarið. Mozilla, og Konqueror. Þeir eru báðir æði. Konqueror styður ótrúlegustu hluti.
Ég tel Mozilla bera miklu fullkomnari rendering-vél heldur en IE6, og er þetta einlægt álit mitt sem forritara.
En þetta verður alltaf spurning um eitt, og aðeins eitt: Staðla. Men *eiga* að nota staðla. Menn *eiga ekki* að nota einhverja Mozilla-specific eða IE-specific fítusa! Það er svo einfalt! Fínt á klámsíður, en þar með er það líka upptalið! Lokið helvítis töflunum og notið fokking CSS, og ekki nota IFrame, og ekki gera eitthvað drasl sem eltir músina með risavaxna klukku eða einhvern fjára. Látið fokking scrollbarinn á vafranum mínum í friði, hættið að maximiza vafrann minn, látið ykkur ekki varða um hvað er í bókamerkjunum MÍNUM, og leyfið mér að ákveða sjálfum hvaða síða fer inn sem startup-síða.
In short: Látið þetta non-standard, browser-specific spagettí-sull drullumall og ÓGEÐ, í friði. Heill sé stöðlum.
Og þá styðjið þið alla vafra, nema kannski Opera og NS4. :) Opera lagast á sjálfu sér, enda commercial vafri, og NS4 er ekki fyrir markhóp sem maður á að vorkenna.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is