Sælir félagar
Ég hef verið að php-ast í nokkurn tíma núna og tel mig vera bara nokkuð vel að mér. Hingað til hefur mér nægt einn gagnagrunnur og php til að koma mínu á framfæri, en nú eru allir að tala um xml og þá byltingu hvað það sé nú stórkostlegt og allt það svo ég ákvað að reyna að kynna mér það. En þegar ég skoða “allt” tengt xml fæ ég upp allan andskotan s.s xsl/xhtml og MARGT fleira. Málið er að ég er gjörsamlega lost svo ekki verði meira sagt. Hvað af öllu þessu þarf ég að kunna og hafa(býst við að það þurfi eitthvað addon við php) og getið þið nokkuð bent mér á nokkra góða skýrmælta tutorial-a um efnið…..og eitt enn útskýrt hvað er svona ofboðslega stórkostlegt við allt þetta xml.
Andri Mar