Jæja, ég er í smá vandræðum með 100% hæð.

Ég er með 2 DIV. Eitt sem er wrapper og svo annan content DIV inni í wrappernum (hundruðum pixela fyrir neðan byrjunina á wrappernum). Ég set 100% hæð á body og wrapperinn og allt virkar flott. Hæð wrappersins fylgir browserglugganum og allt eins og í sögu.

Svo ætla ég að fá content DIVið til þess að vera samsíða wrappernum / browserglugganum og set 100% height á hann þá fer hann allt of neðarlega þannig það kemur scroll.

Skýringarmynd…
http://gaui.is/img/divdrasl.jpg

Svartur = browserglugginn
Blár = wrapper DIV
Rauður = content DIV

Hjálp? Ég er alveg að verða gráhærður.
Gaui