Byrjum á byrjuninni…
Hvernig vefþjón ertu með keyrandi? það þarf einhver vefþjónn að keyra á vélinni til að geta kallað á síðurnar, ef þú ert með W2K getur þú notað IIS vefþjóninn á honum, annars þarftu að koma þér upp Apache eða álíka (next->next->next uppsetning).
Setja upp PhP-ið (líka next->next->next uppsetning).
Stilla vefþjóninn til að leita fyrst að .php síðu t.d. index.php í (ISS stillirðu í control panel->administrative tool->IIS í W2K).
Þá þarf bara að búa til síðuna sem þjónninn á að leita að, þá getur þú t.d. skrifað venjulega HTML síðu og stungið inn í hana hverju sem er með PhP kóða innan <? sem ræsir túlkinn og ?> sem slekkur á honum.
Halló heimur forrit til að byrja á:
<html>
<head>
<title>Halló heimur</title>
</head>
<body bgcolor=“#FFFFFF”>
<? echo “halló heimur”; ?>
</body>
</html>
Þá er bara að ræsa vafra og slá inn nafnið á vélinni sem vefþjónnin er á (finnur nafnið í properties á My computer, Network Identification flipanum).
Prófaðu þetta, gl & hf.
massi