Sæll Sario,
Nei, þú þarft ekki nauðsynlega að nota fileIO til þess að importa textalistann inní forritið. En ef þú ætlar að skrifa í skránna þá þarftu að nota fileIO.
Að vísu má segja að best sé fyrir þig að nota fileIO fyrir bæði read og write þannig að hér er kóði sem les textaskránna og setur í breytu:
on lesaSkraSetjaIBreytu
fileObj = new(xtra “FileIO”)
openFile(fileObj, “textalisti.txt”, 1)
text = readfile(fileObj)
closeFile(fileObj)
end lesaSkraSetjaIBreytu
Ef að listinn er til dæmis settur upp svona:
færslunúmer nafn símanúmer heimilisfang
Þá þarftu að búa til handler og/eða repeat setningu sem fer í gegnum texta castið og setur hverja línu í Property lista eins og:
listi = [færslunúmer: [nafn, símanúmer, heimilisfang]]
En þá þarftu náttúrulega að búa til kóða sem síar út hvað á að fara undir nafn, símanúmer o.s.frv.
Svo geturðu náð í færslu t.d. 44 með því að gera:
naIfaerslu = getProp(listi, 44)
og svo geturðu náð í gildin fyrir nafn, símanúmer og heimilisfang með því að gera t.d.:
nafn = naIfaerslu[1]
Þú myndir bæta þessum handler í moviescriptið ef þú vilt skrifa í textaskránna.
on skrifaTextaISkra text
fileObj = new(xtra “FileIO”)
openFile(fileObj, “textalisti.txt”, 2)
writeString(fileObj,text)
closeFile(fileObj)
end saveText
Ég vona að þú náir þessu sem ég er að reyna að lýsa fyrir þér - Ef þú þarft frekari hjálp þá veistu hvert þú getur leitað.
kveðja,
Falcon1