Ég hef talsvert notað CSS við vefsíðugerð og hef gaman af að reyna við töflulausar síður. Þegar ég hins vegar skoða uppbyggingu CSS á stórum og flottum vefsvæðum sé ég hvað mín skjöl eru amatörleg og þvers og kruss.
Mér finnst ég sjá að stór vefsvæði noti ákveðið kerfi við uppbyggingu á CSS. Þekkið þið eitthvað inn á uppbyggingu CSS þannig að það sé skipulagt og skýrt?