Hér er verðskrá ISNIC sem sér um lénin.
Virðisaukaskattur, 24,5%, er innifalinn.
1. Stofngjald léns. Vegna stofnunar á léni. Innifalið í stofngjaldi er árgjald fyrsta árið.
1. Stofngjald léns án sérstafs, áéðíóúýþæö, er kr. 12.450.-
2. Veittur er 50% afsláttur vegna skráningar á léni sem inniheldur sérstaf, stofngjald með 50% afslætti er kr. 6.225,- Sjá nánar um sérstafi.
3. Veittur er 90% afsláttur vegna skráningar á léni með sérstöfum ef rétthafi léns er þegar skráður rétthafi tilsvarandi léns án íslenskra stafa, stofngjald með 90% afslætti er kr. 1.245,- Sjá nánar.
2. Árgjald léns. Árlegt endurnýjunargjald vegna léns.
1. Árgjald léns án sérstafs, áéðíóúýþæö, er kr. 7.918,-
2. Veittur er 50% afsláttur af árgjaldi léns sem inniheldur sérstaf, árgjald með 50% afslætti er kr. 3.959,- Sjá nánar um sérstafi.
3. Veittur er 90% afsláttur af árgjaldi léns með sérstöfum ef rétthafi léns er þegar skráður rétthafi tilsvarandi léns án íslenskra stafa, árgjald með 90% afslætti er kr. 792,- Sjá nánar.
Svo er bara að tala við hýsingar fyrirtæki. T.d þar sem þú ert tengdur. Skýrr, Hringiðan og fl.