Sælir,
Ég er að vinna að síðu fyrir Icelandair Virtual Airlines sem er komið á annað árið í starfi. Við erum nokkrir flugáhugamenn sem fljúgum í Microsoft Flight Simulator í gegnum network sem heitir VATSiM [www.vatsim.net] sem gefur okku flugstjórn frá lifandi lifandi fólki um allan heim (ekki tölvurödd), þetta gerum við með tveimur forritum, eitt til að tengja simmann við netið (Squawk Box) og annað til að vera flugumferðarstjóri sem er beintengt við networkið (Pro Controller). En það er nú ekki það sem ég ætlaði að tala um hérna.
Ég er bara svona venjulegur FrontPage vefari sem kann ekkert allt of mikið í þessu en er þó búinn að ná saman ágætri síðu.
Það sem mig langaði athuga er hvort einhver hérna á hugi.is/vefsidugerd hefur áhuga á að vinna að flugmanna databeisi fyrir okkur. Það mun virka þannig að flugmaðurinn getur farið inn á síðu, valið úr “drop-down” gluggum hver hann er (allir flugmenn eru með ID), hvaða flug hann flaug, hvenær hann flaug það, hvað tók flugið langan tíma, hvaða vél hann flaug á etc. Þessar upplýsingar mundu svo sendast beint inn í databeis sem mundi síðan birtast á persónulegri síðu hans undir flugmannaskránni okkar, þar birtast öll flug sem hann hefur loggað með öllum upplýsingunum sem er greint frá hér að ofan.
Eins og stendur gerum við þetta allt sjálfir, flugmennirnir skrá flug sín í FrontPage formi sem sendast í e-mailið mitt og ég set flugin með meðfylgjandi upplýsingum sjálfur inn á persónusíðu þeirra (eða ö.o. logbókina þeirra á flugmáli). Þetta er mjög tímafrekt þar sem flugmönnum er stöðugt að fjölga. Ég vona að einhver hérna hafi áhuga á flightsim heiminum á Íslandi og vil hjálpa okkur að gera “Virtual” flugfélagið okkar betra sem hefur kunnáttu á svona. Kannski leynist einhver vefari hérna sem er flugmaður líka?!? Já eitt í lokinn, við erum “non profit” flugfélag sem höldum þessu uppi einfaldlega vegna áhuga okkar á þessu þannig að sama mundi gilda um þetta verkefni, þó gætum við reynt að fá styrk fyrir þessu en ég held að margir mundu telja málstaðinn ekki sterkan ;(
Áhugasamir vinsamlegast sendið e-mail á mig í jmk@mi.is ,ég mun svara öllum tæknilegum spurningum eins og ég get í sambandi við verkefnið.
Kveðja,
_______________________________
Jóhann Magnús KJartansson
Framkvæmdarstjóri - Icelandair VA
www.allineed.is/icelandairva