Ég er nú þegar að vista .is síðu hjá www.webmasters.com. Ég borga 120$ á ári fyrir 10GB pláss og 300 GB bandvídd á mánuði, 1000 email addressur, 300 MySQL gagnagrunna o.fl. Þjónustan er mjög góð, það sem maður getur ekki leyst sjálfur í gegnum Control Panel-ið leysa þeir yfirleitt innan 5-10 mín.
Gallinn við að gera þetta svona er að síðan er vistuð erlendis og því er um utanlands download að ræða. Þá er síðan ekki eins hraðvirk og innlend síða og maður finnur mikinn mun á FTP upphali.
Ég fór aðeins á stúfana og komst að því að föst IP tala hjá Vodafone kostar 500 kr á mánuði og DNS hýsing 700 kr á mánuði. Árlegur kostnaður er því 14.400 kr á móti 8.500 kr hjá Webmasters.com. Maður þá bara að gera upp við sig hvað maður vill gera og hvernig best er að leysa þessi mál. Getur verið gaman að gera þetta sjálfur, en þá kemur aukin vinna og kostnaður við vél- og hugbúnað.
Gaman að pæla í þessu.
En eru einhverjir hér að hýsa sjálfir? Hvernig gengur það?