Ef þú hýsir vefinn sjálfur þá þarftu að setja upp vefþjón eins og t.d. apache eða IIS og væntanlega sítengt net
Þú þarft að vera með fasta ip tölu fyrir teninguna, það er síðan notað til að vísa öllum þá sem slá inn urlið len.is á tölvuna sem hýsir viðkomandi síðu.
Fyrst þarftu að kaupa eigið lén hjá isnic.is og láta þá síðan fá upplýsingar um hvar þú hýsir lénið, það þarf að vera aðal og vara dns þjónn, þú getur t.d. látið skýrr,tristan, og landsímann gera það og held ég isnet sjálft, síðan er lénið stillt hjá þessum nafnaþjónum og ip talan á tölvunni sem á að hýsa þessa síðu stillt með.
Þú getur hýst marga vefi með sér lén á sömu tölvunni sem nota allir sömu ip tölu, þá seturu bara upp virtual hosta fyrir hvert og eitt lén og síðan tekur apache við fyrirspurninni og stýrir henni í rétta möppu þar sem viðkomandi vefur er geymdur.
Það er frekar dýrt að kaupa sér hýsingu með php og mysql stuðningi hér á landi og ef að þú ert t.d. ekki með nein tengsl við kannski einhvern sem vinnur hjá tölvufyrirtæki sem er til í að hýsa síðuna fyrir þig og ert ekki til í að eyða miklum peningu þá mæli ég með f2s.com sem er ókeypis hýsing sem bíður upp á php-,mysql,cgi stuðning, hann er orðinn frekar troðinn og þeir t.d. hættir að taka við fleiri notendum í bili og hraðinn eitthvað farinn að sliga niður hjá þeim. Margir “litlir” vefir sem eru gagnagrunnstengdir eru einmitt hýstir bara í gegnum einhvern vinskap þannig að ef þú þekkir einhvern sollis eða bara einhvern sem er með aðgang að ótakmarkaðir tengingu hvort hann gæti hýst hana eða bara leyft þér að koma fyrir tölvunni þinni og leyft þér að nota tenginguna, svo geturu alltaf bara hýst hann sjálfur heima hjá þér ef þú ert með sítenginu.
Svo getur alltaf verið að hér leynist einhver klaki.net hérna :) sem er til í að hýsa fyrir þig síðuna.. (klaki.net býður uppá ókeypis hýsingu með cgi stuðningi)