Nýlega breytti ég þeim síðum sem ég held utanum á þann hátt að engin netföng voru gefin upp í HMTL kóðanum, heldur nota ég javascript til þess að birta þau. Í HTML kóðanum stendur þannig
<script>postur("netfang","sida.is")</script>
og þá birtist á síðunni netfang@sida.is.

Mér finnst að ruslpóstsendingar hafi ívið aukist eftir að ég gerði þetta. Eru einhverjir hér sem hafa lent í þessu? Hafið þið einhver ráð til þess að birta megi netföng og takmarka í leiðinni ruslpóst?