Jæja þar sem ég hef ekki fengið svar við "treeview með db", sem er undir "Spurningar og svör", sem ég get moðað eitthvað úr þá langar mig að koma með smá þraut handa þér, javascript snillingur.
Lítum á hverja færslu í array Moppur sem eina möppu. Hver mappa hefur ID og undirID(sem segir til um hvaða mappa er foreldri).
Það þarf að loopa í gegnum arrayið. Fyrir hverja möppu þarf að loppa aftur í gegnum arrayið og tékka hvort einhverjar möppur séu undir þeirri möppu og svo fyrir hverja möppu sem kom út úr því þarf aftur að loopa o.s.frv.
// id|undirid
var Moppur = new Array("0|0","1|0","2|0","3|2","4|0","5|1","6|5");
// Til að loopa í gegnum array er hægt að gera svona:
for (i = 0; i < Moppur.length; i++) {
// til að slíta strenginn, sem Moppur skilar, þá er hægt að gera eftirfarandi:
slit = Moppur.split("|");
// og svo skrifa þetta út.
document.writeln(slit[0]+" - "+slit[1]);
}
Útkoman á að vera svona.
0
-1
–5
—6
-2
–3
-4
Þetta hljómar kannski svolítið ruglingslega hjá mér en ég vona að þú skiljir þetta.