Fyrst áður en ég segi málið með vöxtum þá vill ég benda á að mér finnst þetta áhugamál vera lítið notað miðað við segjum grafík eða bókmenntir ég vildi koma með þetta hingað til að lífga aðeins upp.
Málið er að ég hef búið til kóða sem gerir allt saman með einni skrá og sendir út gestabók fyrir skoðendur.
Oft hafa gestabækur verið gerðar með 3 jafnvel 4 skrám og voðalega flóknar að skilja. Þessi ætti ekki að vera eins flókin og aðrar og meðal annars fáið þið að sjá hvernig BBcode er búið til.
Mér langaði til að deila þessu með ykkur og fá ykkar álit. Þið megið gagnrýna eins og þið viljið, en það væri gaman að fá álit frá reyndu fólki sem getur kannski hjálpað við að betrumbæta kóðann :D
Bætt við 7. nóvember 2006 - 20:56
Afsakið, en ég gleymdi linkinum hann er hér http://s1zzl3r.zapto.org/s1zzl3r/?sida=greinar&id=2