Ég var eitthvað að ráfa á netinu og rakst þá á www.raesir.is. Ég varð satt að segja mjög hissa. Þetta er síða sem lítur út fyrir að hafa verið gerð í FrontPage fyrir 10 árum síðan :-|
Skrýtið að fyrirtæki í rekstri skuli ekki huga betur að þessum málum. Ég vakti nú athygli á að Vodafone siðan væri gerð í Joomla, en sú síða er mjög vel gerð og mér finnst bara allt í lagi að þeir noti ókeypis kerfi úr því það virkar svona vel. En að bjóða upp á svona síðu eins og raesir.is finnst mér afa hæpið.