Hafið þið einhvertíman lent í því að vera beðnir um að gera fyrirtækjasíðu, fyrirtækið vill fá stóra og flotta síðu þar sem hægt er að gera helling af flottum hlutum, en málið er að það er ekkert hægt að birta um fyrirtækið?
Það eru færri en 20 starfsmenn, lítil hreyfing á viðskiptavinum, aldrei neitt fréttnæmt að gerast, afskaplega fátt til sölu og forsvarsmenn hafa enga hugmynd um hvernig þeir vilja hafa síðuna eða hverjir þessir flottu hlutir eiga að vera.
Hvað á maður eiginlega að gera við svoleiðis síður?
Þetta er bara uppskrift af innihaldslausri og leiðinlegri síðu.
Er ekki bara best að skella upp einni HTML með nafni, heimilisfangi og símanúmeri?
Eða setja upp klámmyndaserver til að fá einhverja umferð? (kanski ekki góð hugmynd)
Massi