Ég er að vinna að endurbótum á vefumsjónarkerfinu mínu. Hingað til hafa notendur verið skilgreindir annað hvort sem admin eða ekki og haft réttindi eftir því. En nú þarf ég að ganga skrefinu lengra og geta skilgreint réttindi notenda enn frekar. Ég er að vinna í að setja upp vef þar sem hver notandi hefur heimild til þess að breyta ákveðnum hluta vefsins.
Ég reikna með að vera með sérstakan dálk í notenda töflunni þar sem réttindin eru skilgreind (nota þá ákveðið númer fyrir hvern hluta sem notandinn hefur aðgang að). Nú er bara spurningin, hvernig vinnur maður svona? Ég ætla ekki að vera með sérstakan dálk fyrir hvern hluta vefsins þar sem það myndi hefta þróun.
Ef það er einhver hér sem hefur unnið svipaða lausn þá væri fróðlegt að heyra hvernig það var gert.