Sjaldgæfar fréttir nú til dags ..
Tekið úr fréttabréfi Vefs .. alltsaman á <a href="http://www.vefur.is">Vefur.is</a>
FRAMTAKSSJÓÐUR FJÁRFESTIR Í VEF
<i>Stjórnir Vefs samskiptalausna og Framtakssjóðs Suðurlands hafa náð samkomulagi um kaup sjóðsins á ríflega þriðjungi hlutafjár í Vef samskiptalausnum ehf. Samhliða kaupum á hlut í fyrirtækinu tekur fulltrúi Framtakssjóðs sæti í stjórn Vefs.
„Kaup sjóðsins á hlut í Vef er mikilvægur liður í uppbyggingu fyrirtækisins, en umsvif félagsins hafa aukist til mikilla muna á síðustu mánuðum. Verkefnum og viðskiptavinum hefur fjölgað mjög. Með innkomu fjárfesta gefst tækifæri til að verja meiri fjármunum til nýsköpunar- og þróunarverkefna félagsins,“ segir Arnar Þór Óskarsson, stjórnarformaður Vefs. „Aðkoma fagfjárfestis að stjórn félagsins veitir einnig aðgang að sérfræðiþekkingu og mun styrkja okkur í samkeppni við sambærileg fyrirtæki á markaðnum,“ sagði Arnar.
Um Framtakssjóð Suðurlands ehf.
Framtakssjóði Suðurlands er ætlað að stuðla að nýsköpun og atvinnuuppbyggingu, einkum á sviði upplýsinga- og hátækni. Þeim fjármunum sem ráðstafað er úr sjóðnum er varið til hlutafjárkaupa í arðvænlegum nýsköpunarfyrirtækjum. Framtakssjóður Suðurlands er í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Kaupþings hf. Vörsluaðili sjóðsins er Kaupþing í Vestmannaeyjum.</i>
Það er semsagt ekki öll von úti enn fyrir Veffyrrirtæki ..