Það væri mun fljótlegra, auðveldara og þægilega að biðja bara einhvern um að layoutera fyrir þig WordPress þema.
WordPress hefur staðist tímans tönn og er alltaf að fá nýjar uppbætur, og enn fleiri sívinsæl blogg eru að skipta yfir til þeirra. WordPress er með miklu betri editor en þú getur látið einhvern hanna eða setja inn fyrir þig fyrir 40 þúsund kall. Ef það er eitthvað sem þig vantar umfram WordPress eru alltaf til viðbætur.
Ég væri sjálfur til í svona verkefni ef það væri ekki algjört tilgangsleysi í hönnun með eitthvað í líkingu við WordPress á markaðnum. Hönnun á nýju kerfi mun líklega opna eitthvað af þeim hundruðum öryggisvandamála sem er búið að laga í WordPress.