Það eru til margir vafrar fyrir utan DreamWeaver sem bjóða upp á kóðalitun. Sjálfum finnst mér algjör óþarfi að vera með þungt forrit eins og DreamWeaver í því létta verki að skrifa lítið PHP forrit.
Ef þú átt Makka:
- TextMate (39 evrur)
- Smultron (ókeypis)
- Taco HTML Edit (ókeypis)
Það þægilega við Taco HTML er lifandi uppfærsla þannig að þú getur séð breytingar, m.a.s. í PHP forritun, á meðan þú vinnur í kóðanum og þarft ekkert þungt og dýrt forrit til.
TextMate er aftur með helling af flýtivísunum og ef þú lærir þær geturðu verið
hraður eins og vindurinn.