Ég er búinn að stilla custom error page á síðu sem ég held úti. Ef Error 404 kemur upp er birt síða sem heitir error.php. Til þess að þetta virki vel fyrir alla foldera gerir error.php ekkert annað en að breyta heaader í notfound.php sem er þá villusíðan sem notandinn sér. Mig langar til þess að geta birt hvaða síðu notandinn var að reyna að skoða, svipað og gert er á www.barnanet.is.
Ef t.d. er farið inn á www.barnanet.is/vitleysa birtist þessi síða: http://www.barnanet.is/forsida/?gluggi=born_leit&strengur=vitleysa&fannst_ekki=true
Til þess að þetta megi ganga upp þarf error.php að senda þessar upplýsingar áfram til notfound.php.
1. Hvernig getur error.php sótt upplýsingar um síðuna sem verið var að reyna að skoða
2. Hvernig getur error.php sent upplýsingarnar áfram til notfound.php án þess að nota $_GET?